Grunnur

Þjálfun sem hentar þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í hreyfingu eftir meiðsli eða eru að eiga við langvarandi verki. Lögð er áhersla á að byggja upp grunn til að auka úthald og færni í daglegum athöfnum og í kjölfarið draga úr verkjum og stirðleika. Hópþjálfuninni fylgja einnig heimaæfingar og eftirfylgni til að viðhalda stöðugleika og hjálpa ennfrekar til við fyrstu skrefin.

Námskeiðið er tveir mánuðir og hefst þriðjudaginn 3.september.

Tímarnir eru klukkan 13.00-14.00 á þriðjudögum og fimmtudögum á þriðju hæðinni á Tryggvabraut 22

Námskeiðið er niðurgreitt af Sjúkratryggingum Íslands og er því kostnaðurinn mismunandi eftir því hvar hver og einn er staddur gagnvart þeim.

Nánari upplýsingar og skráning mummi@sjukak.is

Kálfurinn borinn