Þjálfarinn

Ég heiti Guðmundur Daði Kristjánsson og starfa sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Akureyrar.

Ég hef verið að þjálfa á einn eða annan hátt síðan árið 2000.

  • Frjálsíþróttaþjálfun 2000-2011.
  • Styrktar- og ástandsþjálfun íþróttamanna frá 2006. Hefur m.a. starfað með unglinga- og meistaraflokkum í körfuknattleik, frjálsum íþróttum, karate og handbolta. Unnið með kvennalandsliði í körfuknattleik og landsliðshópi í karate.
  • Þjálfari meistara- og unglingaflokks í frjálsum íþróttum hjá UFA 2015-2016 og aftur 2020 og er núverandi þjálfari UFA
  • Styrktarþjálfari Akureyri Handboltafélag 2014-2016
  • Ástandsþjálfun Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks frá 2007
  • Útskrifaðist með B.Sc. í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2011.

Ég hef sótt fjölmörg námskeið bæði hérlendis og erlendis á sviði frjálsíþrótta-, styrktar-, ástands-, hraðaþjálfunar og meiðslaforvarna. Ásamt námskeiðum á sviði heildrænnar nálgunar á verkjum og verkjameðferðum.

Sem sjúkraþjálfari hef ég starfað eftirfarandi:

  • Starfaði sem sjúkraþjálfun hjá Atlas Endurhæfingu 2011-2012.
  • Sjúkraþjálfari meistaraflokka körfuknattleiksdeildar KR 2011-2012.
  • Starfaði sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs 2012-2014.
  • Sjúkraþjálfari meistaraflokks Þórs í knattspyrnu 2014-2015.
  • Eigandi og sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfun Akureyrar.

Önnur verkefni sem hef verið hluti af:

  • Hreystigreining sem er skemmtileg greining unnin í Sjúkraþjálfun Kópavogs. Í kjölfar greiningarinnar færðu ítarlega skýrslu um hreyfifærni þína.
  • Ástandsþjálfun körfuknattleiksdeildar Breiðabliks.
  • Innlegg í þjálfarahornið hjá Leikbrot.is

Einnig starfaði ég hjá heilsueflingarfyrirtækinu Key Habits árið 2012, þar sem ég sá um æfingaáætlunargerð fyrir íþróttalið og einstaklinga. Einnig bjó ég til æfingar í æfingasafnið sem er sameiginlegt safn Sidelinesports.

Núverandi verkefni eru:

  • Meðeigandi og sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfun Akureyrar.
  • Verkjanámskeið með heimaæfingum og eftirfylgd.
  • Milo þjálfun – þar sem þjálfunin mætir þinni getu.
  • Þjálfun meistaraflokks UFA í frjálsum.

Kálfurinn borinn