Af hverju nafnið “Milo þjálfun”

Nafnið Milo-þjálfun er tilvísun í Forn-Grikkjann Milo af Croton sem var uppi 6.öld fyrir krist. Milo var sexfaldur ólympíumeistari og vann fjölmarga álfutitla í glímu. Eitt af því sem átti að hafa einkennt Milo er hvað hann var hroðalega sterkur. Hann er sagður hafa tekið upp á því einn daginn að bera nýborinn kálf á herðum sér. Þetta endurtók hann og sett sér svo loks það markmið að bera kálfinn á herðum sér á hverjum degi.  Kálfurinn þyngdist náttúrlega með tímanum en Milo þrjóskaðist við og var staðráðinn í að bera kálfinn á herðum sér. Kom svo að því að kálfurinn var orðinn að fullvöxnum bola.  Sagan segir að við setningu næstu ólympíuleika hafi Milo svo borið fullvaxinn bolann hringinn í kringum leikvanginn. Þetta skýrskotar til grunnhugtaks í þjálffræðinni. Að álag og ákefð þarf að vera stigvaxandi. Það þarf alltaf að byrja á byrjuninni, leiðin til árangurs er oftast löng og ströng og á þessu ferðalagi er ekki hægt að stytta sér leið…þú þarft bera kálfinn áður en þú tekst á við Bolann.

Kálfurinn borinn